Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2022 | 21:00

Kristján Þór stigameistari GSÍ 2022

Kristján Þór Einarsson, er stigameistari GSÍ á árinu 2022. Þetta er í annað sinn sem Kristján Þór fagnar þessum titli – en hann er Íslandsmeistari í golfi 2022. Kristján Þór fékk 4017 stig í fimm mótum af alls sex og sigraði með nokkrum yfirburðum.

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, varð annar á þessum lista og Kristófer Orri Þórðarson, GKG varð þriðji. Kristján Þór fékk stigameistaratitilinn afhentann í mótslok á Korpubikarnum hjá GR sem lauk í síðdegis í dag.

Kristján Þór lék á fimm mótum á tímabilinu og var ávallt á meðal 20 efstu. Hann varð 7. á fyrsta móti ársins B59 Hotel mótinu, og í 14. sæti á Leirumótinu. Á Íslandsmótinu í holukeppni varð hann 3. Hann sigraði á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum og einnig á Korpubikarnum. Eina mótið sem Kristján Þór tók ekki þátt á mótaröðinni var Keilisbikarinn.

Texti: GSÍ