LIV: Brooks Koepka og Phil Mickelson metast á á blaðamannafundi í Miami
LIV Golf hélt eitt móta sinna í Miami fyrir skemmstu, nánar tiltekið 28.-30. október 2022.
Mótið fór fram á Trump National Doral golfvellinum, í Doral, Flórída.
Fyrir mótið var haldinn blaðamannafundur, þar sem kom til smá metings milli Brooks Koepka og Phil Mickelson.
Koepka sagði m.a. við Phil: „Þú hefir aldrei verið nr. 1 í heiminum. Í lok árs fær maður lítinn bikar, en þú veist ekkert um það því þú hefir aldrei verið nr. 1. Ég hef hins vegar fengið bikarinn tvisvar. Ég skal koma með annan og sýna þér.„
Phil svaraði fyrir sig, benti á neon grænan bol, sem Koepka var í og spurði: „Þetta er fallegur bolur sem þú ert í. Hefur þú nokkurn tímann verið í grænum jakka við þennan bol?„
Svar Koepka: „Nei, en engar áhyggjur ég mun skrýðast honum!„
Jamm, þá er bara að bíða eftir að Koepka vinni Masterinn …. ef hann fær yfirleitt að taka þátt vegna þátttöku hans í LIV.
Svo má geta þess í framhjáhlaupi að Cameron Smith sigraði á LIV mótinu í Miami – Sjá með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
