Íslandsmót golfklúbba 2022: 4 ásar í keppni 5. deildar karla!!!!
Fjórir keppendur í 5. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba fóru holu í höggi á Silfurnesvelli á Höfn í Hornafirði 12.-14. ágúst sl.
Heimamaðurinn Halldór Birgisson sló fyrsta draumahöggið á 5. holu í viðureign sinni gegn Heimi Þór Ásgeirssyni, úr Golfklúbbnum Vestarr frá Grundarfirði. Heimir Þór gerði sér lítið fyrir og fór einnig holu í höggi í þessari viðureign gegn Halldóri. Heimir Þór sló draumahöggið á 2. braut Silfurnesvallar, sem var sú 11. í viðureigninni. Þessi tvö högg slóu þeir á fyrsta keppnisdegi.
Kristbjörn Arngrímsson, úr Golfklúbbnum Hamri Dalvík, var sá þriðji sem fór holu í höggi í þessu móti og sló hann draumahöggið á 2. braut á öðrum keppnisdegi mótsins, föstudeginum.
Ásgeir Ragnarsson, úr Golfklúbbnu Vestarr, var í sama ráshóp og Kristbjörn á lokahringnum. Ásgeir sló draumahöggið á 8. braut sem var sú 17. og tryggði þar með Vestarr sigurinn í viðureigninn með þessu höggi. Þess má geta að Ásgeir og Heimir Þór eru feðgar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
