Andri Þór Björnsson, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2022 | 19:00

NGL: Andri Þór varð í 8. sæti á Thisted Forsikring Championship

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í móti á Ecco mótaröðinni, sem er hluti af Nordic Golf League (skammst. NGL), þ.e. Thisted Forsikring Championship.

Þetta voru þeir: Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK og Bjarki Pétursson, GKG.

Andri Þór náði þeim glæsilega árangri að landa 8. sætinu í mótinu; en hann lék á samtals 2 undir pari, 211 höggum (72 70 69).

Axel varð T-20 á samtals 2 yfir pari (72 67 76) og Bjarki varð T-35 á samtals 6 yfir pari (71 74 74).

Mótið fór fram dagana 1.-3. jún í 2022 í Aalborg Golf Klub í Álaborg, Danmörku.

Sjá má lokastöðuna á Thisted Forsikring Championship með því að SMELLA HÉR: