Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2022 | 18:00

LET: Guðrún Brá varð T-63 á Opna ítalska

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK lauk keppni á Italy Ladies Italian Open presented by Regione Piemonte, en mótið stóð 2.-4. júní 2022.

Mótsstaður var Golf Club Margara – Fubine Monferrato, Alessandria á Ítalíu.

Guðrún Brá lék á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (72 75 79) og varð T-63 þ.e. deildi 63. sætinu með Thaliu Martin frá Englandi.

Sigurvegari mótsins varð hin svissneska Morgane Metraux, en hún lék á samtals 10 undir pari, 206 höggum (67 70 69).

Sjá má lokastöðuna á Opna ítalska að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: