Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2022 | 01:00

LET: Guðrún Brá T-45 e. 2. dag Opna ítalska kvennamótsins

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tekur þátt í móti vikunnar á LET, sem er Ladies Italian Open.

Mótið fer fram í Golf Club Margara – Fubine Monferrato, Alessandria á Ítalíu dagank 2.-4. júní 2022.

Guðrún Brá er búin að spila á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (72 75) og er sem stendur T-45.

Hin suður-afríska Lee Ann Pace er í forystu fyrir lokahringinn á samtals 8 undir pari, 136 höggum (69 67).

Sjá má stöðuna á Opna ítalska kvennamótinu að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: