Danielle Kang Danielle Kang með æxli í hrygg
Samkvæmt Instagram færslu frá bróður Danielle Kang , sem er nr. 12 á Rolex-heimslista kvenna, er systir hans með æxli í hryggnum.
Alex Kang, bróðir Danielle Kang, birti fréttirna sl. fimmtudaginn þegar Daníelle hóf keppni á Opna bandaríska kvennrisamótinu á Pine Needles.
Instagramfærsa Alex var svohljóðandi:
„@daniellekang looking good! Play well this week at the @uswomensopen only person I know to be playing with a tumor in her spine…. So determined ❤️“
Danielle svaraði færslunni með: „Best brother.“
Danielle er búin að spila á samtals 3 yfir pari, 144 höggum (74 71) og rétt slapp gegnum niðurskurð.
Hún var spurð eftir hringinn í dag um æxlið, en hún vildi lítiði tjá sig um það.
„Ég er í raun að gera allt sem ég get,“ sagði Daníelle. „Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessum hlutum núna. Ég hef ekki öll svörin. Ég hef verið að vinna með [lækninum mínum] og hann hefur verið frábær og sjúkraþjálfarinn minn, Heather Lyndon, hefur farið fram úr sér … þau halda mér bara saman.“
Danielle er jafnframt sögð hafa sagt litlum hópi fréttamanna frá því að hún vissi ekki hvort æxlið sem hún væri með væri ill- eða góðkynja.
„Ég hef farið í gegnum margar rannsóknir til þessa og með útilokunarferlinu erum við að þrengja þetta niður,“ sagði hún. „Þetta mun taka tíma.“
Hún sagði að líðanin væri „allt í lagi“ en hefir verið að ströggla síðustu tvo mánuðina, þ.á.m. mánuðinn sem hún keppti ekki eftir að hafa dregið sig úr keppni á Palos Verdes meistaramótinu í lok apríl. Bakverkir hrjáðu hana allan apríl og urðu til þess að hún dró sig úr Lotte meistaramótinu og tveimur vikum síðar hætti hún eftir 1. hring á Palos Verdes.
„Ég hef leikið svo illa síðustu mánuði,“ sagði Daníelle. „Ekki nóg með það, ég hef ekki snert kylfu hvað þá æft í langan tíma.“ Engu að síður náði hún í gegnum niðurskurðinn á Opna bandaríska kvenrisamótinu. Glæsilegt!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
