Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2022 | 23:59

PGA: Sam Burns sigraði á Charles Schwab Challenge

Það var Sam Burns sem stóð uppi sem sigurvegari á Charles Schwab Challenge.

Mótið fór fram í Colonial Country Club, í Fort Worth, Texas, dagana 26.-29. maí 2022.

Eftir hefðbundið 72 holu spil voru þeir Sam Burns og Scottie Scheffler, efstir og jafnir á samtals 9 undir pari, hvor.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Burns hafði betur með fugli þegar á 1. holu bráðabanans.

Sjá má lokastöðuna á Charles Schwab Challenge með því að SMELLA HÉR: