Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2022 | 14:00

DJ & Paulina giftu sig

Það tók Dustin Johnson 10 ár að vinna fyrsta risamót sitt eftir að hann gerðist atvinnumaður.

Það tók hann jafnlangan tíma að fá Paulinu Gretzky upp að altarinu, en hann var þegar búinn að biðja hennar 2013.

Þau hjónaleysin giftu sig í síðasta mánuði, nánar tiltekið 23. apríl 2022 á Blackberry búgarðinum, í Smoky Mountains, Tennessee.

Brúðkaupsdagurinn er sá sami og föðurforeldra brúðarinnar.

Brúðurin var í glæsilegum, næfurþunnum brúðarkjól, hönnuðum af Veru Wang.

Sjá má nokkrar brúðkaupsmyndir hér að neðan: