Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2022 | 08:00

GKS: Siglógolf opnar 5. júní 2022

Sigló golfvöllurinn glæsilegi mun opna 5. júní n.k.

Völlurinn, sem að hluta til liggur á landi Skógræktar Siglufjarðar, er sagður koma vel undan vetri.

Hann er 9 holu glæsivöllur, hannaður af golfvallararkítektinum Edwin Roald Rögnvaldssyni og opnaði 2018.

Þeim sem eiga enn eftir að spila völlinn (og borða marókanskt á Hótel Siglunesi hjá Jaouad Hbib) er bent á að hvorutveggja er svo innilega þess virði að keyra norður á Siglufjörð fyrir og prófa!!!

Bóka má á völlinn á heimsíðunni með því að SMELLA HÉR: