Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2022 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar í 13. sæti á NCAA Columbus Regionals

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í háskólaliði Southern Illinois  („The Salukis“) tóku þátt í NCAA Columbus svæðismótinu, eftir frækilega frammistöðu og sigur á MVC Championship.

Mótið fór fram á Scarlet vellinum í Ohio State golfklúbbnum í Columbus, Ohio, 15.-18. maí sl.

Birgir Björn var á 3. besta skori liðs síns og hafnaði í 72. sæti í einstaklingskeppninni með skor upp á 229 högg (76 76 77).

Lið „The Salukis“ hafnaði í 13. sæti.

Sjá má lokastöðuna á NCAA Coumbus Regionals með því að SMELLA HÉR: