Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2022 | 18:00

LET: Manon De Roey sigraði í einstaklings- keppni Aramco Team Series Bankok

Það var hin belgíska Manon De Roey, sem sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Bankok og var þetta fyrsti titill hennar á LET.

Sigurskor Manon De Roey var 13 undir pari, 203 högg (70 67 66) og átti hún 3 högg á þá sem varð í 2. sæti; hina sænsku J. Gustavsson.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Manon De Roey með því að SMELLA HÉR: 

Samhliða einstaklingskeppninni fór fram liðakeppni og þar sigraði lið Whitney Hillier en liðsfélagar hennar voru Chonlada Chayanun, Krista Bakker, og áhugamaðurinn Pattanan Amatanon.

Mótið fór fram dagana 12.-14. maí sl. í Bankok, Thaílandi.

Sjá má lokastöðuna í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Bankok með því að SMELLA HÉR: