Ragnhildur Kristinsdóttir Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
Ragnhildur Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttakona ársins hjá Eastern Kentucky háskólans í Bandaríkjunum. Greint var frá kjörinu í gær á uppskeruhátíð skólans fyrir tímabilið 2021-2022.
Alls voru veitt 15 verðlaun á hátíðinni og fékk golflið skólans viðurkenningu sem lið ársins og þjálfari Ragnhildar í kvennagolfliðinu, Mandy Moore, var valin þjálfari ársins.
Ragnhildur er í framhaldsnámi í EKU en hún er á fimmta ári sínu sem leikmaður liðsins.
Ragnhildur fékk þær frábæru fréttir í síðustu viku að hún er hópi þeirra 36 keppenda sem valdir voru til þess að spila í svæðiskeppninni (Regionals). Leikmennirnir sem valdir voru koma allir frá skólaliðum sem komust ekki með lið sín í svæðiskeppnina (Regionals).
Ragnhildur mun keppa í einstaklingskeppninni á því móti sem fram fer 9.-11. maí. Ragnhildur lék mjög vel á tímabilinu og er í sæti nr. 203 á landsvísu í kvennaflokki í háskólagolfinu – og sá árangur tryggði henni keppnisrétt á svæðismótinu.
Heimild: grgolf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
