Perla Sól fór upp um 864 sæti á heimslista áhugamanna
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, fór upp um 864 sæti á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki þegar listinn var uppfærður í gær.
Perla Sól, sem er fædd árið 2006 og keppir fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, náði flottum árangri á sterku áhugamannamóti á Englandi á dögunum. Þar keppti hún á áhugamannamóti R&A fyrir stúlkur yngri en 16 ára (Girls U16 Amateur Championship) sem fram fór á Englandi dagana 22.-24. apríl 2022.
Alls tóku 90 keppendur þátt og komu þeir frá fjölmörgum löndum víðsvegar úr heiminum.
Keppnisfyrirkomulagið var 54 holu höggleikur en R&A setti mótið á laggirnar til þess að búa til verkefni fyrir efnilegustu kylfingana í stúlknaflokki yngri en 16 ára.
Perla Sól var á meðal 10 efstu alla þrjá keppnishringina en hún endaði í 6. sæti á +11 samtals (77-75-75) 227 högg.
Perla Sól er í sæti nr. 769 á heimslistanum en hún var áður í sæti nr. 1.633. Með þessu risastökki á heimslistanum opnast nýir möguleikar fyrir Perlu Sól hvað varðar þátttöku á sterkum áhugamannamótum.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er í sæti nr. 315 og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Íslandsmeistari í golfi 2021, er í sæti nr. 681. Ragnhildur og Hulda Clara leika báðar með bandarískum háskólaliðum.
Texti og mynd: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
