Járnasett sem Tiger notaði til að vinna 4 risamót seldist f. $ 5 milljónir
Meðan Tiger Woods er nú að keppa í fyrsta móti sínu, í yfir 500 daga, þá seldist járnasett, sem hann notaði til þess að sigra í 4 risamótum í röð á árunum 2000 – 2001, fyrir metverð á uppboði.

Tiger Slam járnasett Tiger Woods
Titleist 681-T járnsettið sem hjálpaði Tiger að vinna það sem gengur undir nafninu „The Tiger Slam“ seldist á $5.156.162 á Golden Age uppboði. Verðið sem fékkst fyrir settið sló út fyrra met hvað snertir golfminnisgripi, en það var þegar græni jakkinn hans Horton Smith seldist árið 2013, fyrir 682.000 dollara.
Eigandi járnasetts Tigers var Todd Brock, einkafjárfestir frá Houston, Texas. Hann sagði að andvirði járnanna myndi renna til stofnunar hans. Brock keypti járnin árið 2010 fyrir $57.242 þegar fyrrum varaforseti „player promotions“ hjá Titleist,, Steve Mata, seldi þau á uppboði.
„Ég hef átt járnasettið í 12 ár núna, og ég hef ekki sagt neinum að ég ætti það. Það var í mjög fallegum ramma á skrifstofunni minni, en ég er ekki fjárfestir í minnisgripum, þannig að enginn sá járnin, “ sagði Brock. „Ég hef fengið tækifæri til að horfa á settið í 12 ár og þetta er eins og Rembrandt, þar sem einhver fer með málverk eftir hann í kastalann sinn og það sést aldrei aftur. Mér finnst það blessun að hafa fengið að hafa járnasettið og horfa á það, en það er kominn tími til að einhver annar geri eitthvað stærra og betra með það.„
Brock segist vera ofuraðdáandi Tiger Woods, en eini hluturinn sem hann hafði nokkru sinni áður keypt á uppboði var að fá að hitta Garth Brooks (kántrý-söngvara). Þegar kylfurnar komu til sölu taldi Brock sig eiga möguleika á að eignast „hinn heilaga gral“ og stökk til.
Woods-minjagripir, ásamt flestum öðrum golfminjagripum, hafa haldið áfram að hækka í verði. Árið 2021 seldi Golden Age einn af Scotty Cameron varapútterum Woods fyrir $393.000.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
