Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2022 | 22:54

Masters 2022: Scheffler heldur forystunni – Smith saxar á á 3. degi

Staðan á Masters er nú æsispennandi.

Scottie Scheffler heldur enn forystu  – lék í dag á 1 undir pari, 71 höggi á 3. hring

Samtals er Scheffler búinn að spila á 9 undir pari, 207 höggum (69 67 71).

Cameron Smith er búinn að saxa heldur betur á forskot Scottie, nú munar aðeins 3 höggum á þeim, en Smith er samtals búinn að spila á 6 undir pari, 210 höggum (68 74 68). Á 3. hring lék hann á 4 undir pari og var á besta skori dagsins.

Hvor þeirra stendur uppi sem sigurvegari Masters á morgun?

Sjá má stöðuna á Masters með því að SMELLA HÉR: