Adam Scott – sigur á the Masters 2013
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2022 | 18:00

Masters 2022: Adam Scott spilaði 3. hring á 80!!!

Snjókerling!!!

Ótrúlegt!!! Fyrrum Masters sigurvegarinn (2013) Adam Scott var með snjókerlingarskor á 3. hring Masters – heil 80 högg!!!

Á 3. hring fékk Scott aðeins 2 fugla, en hins vegar 8 skolla og á 17. (Nandinu) jafnvel tvöfaldan skolla.

Niðurstaðan: Hringurinn kláraðist á +8.  Samtals hefir Scott spilað á 12 yfir pari, 228 höggum (74 74 80).

Scott og Harold Varner III voru þeir einu, sem spiluðu á 80, af þeim sem komust gegnum niðurskurð og vermir Scott nú neðsta sætið (en Varner III er T-36 (71 71 80).

Sjá má stöðuna eftir 3. dag Masters með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Adam Scott við gleðilegra tilefni árið 2013 – sigur á Masters risamótinu!!!