Masters 2022: Heldur Tiger út? Ástæðan fyrir því að hann er ekki á golfbíl
Meginregla á PGA Tour er að kylfingar gangi keppnishringi og hafi kylfubera, sem ber golfútbúnað þeirra.
Undanþága frá þessari reglu fékkst árið 2001 þegar Casey Martin, fyrrum kylfingur á PGA Tour, vann mál sem fór alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna, þar sem fallist var á að honum ætti að vera heimilt að nota golfbíl á mótum PGA Tour.
Martin, sem nú er yfirþjálfari karla í golfi í Oregon, þjáist af Klippel-Trenaunay-Weber heilkenni sem er blóðrásarsjúkdómur, sem varð til þess að hægri fótur hans rýrnaði og gerði honum erfitt um gang.
Hann óskaði eftir undanþágu frá göngureglu PGA árið 1997, þegar hann var á mótaröðinni. Hann vildi nota golfbíl en var neitað um það. Hann kærði PGA og vann málið eftir fjögur ár. Hann er ástæðan fyrir því að PGA Tour getur veitt kylfingum undanþágur vegna sérstakra aðstæðna.
Helstu rök PGA Tour fyrir því að meina kylfingum notkun golfbíla var, að golfbílarnir myndu veita þeim sem þá notuðu ólögmætt forskot yfir keppinauta sína.
En hvað þegar um kylfinga á borð við Martin og Tiger er að ræða, sem eiga erfitt um gang?
Hafa þá ekki allir þátttakendur í mótinu forskot umfram þá? Það var a.m.k. álit Hæstaréttar Bandaríkjanna.
En hvað segir Tiger um að nota golfbíl á Masters risamótinu?
Aðspurður um hvort hann myndi þiggja golfbíl á Masters svaraði Tiger:
„Nei. Það myndi ég ekki gera, nei. Nei, alls ekki. Ekki einu sinni á PGA Tour móti, nei. Það er bara ekki sá sem ég er…Þannig hef ég alltaf verið og ef ég get ekki spilað á því stigi, get ég ekki spilað á því stigi.“
Svo þarna hafið þið það gott fólk. Burtséð frá því hvort hann gæti fengið undanþáguna eða ekki, þá myndi hann bara ekki nýta sér hana. Ástæðan fyrir því að hann er ekki á golfbíl er einfaldlega að hann segist ekki vilja vera á golfbíl.
Hann myndi örugglega vilja vera á golfbíl – en ef hann myndi sigra á Masters í golfbíl yrði alltaf talið að sá sigur hefði fengist með smá svindli, því að hann hefði forskot í formi golfbíls.
Þannig að staðreyndin er sú að allir Mastersþátttakendur hafa það forskot umfram Tiger, þ.e. það hafa ekki verið við það að missa fót, fyrir 14 mánuðum …. og engu að síður er Tiger meðal efstu 20 í mótinu eftir 1. dag.
Spurningin sem eftir stendur er hvort hann haldi út? Það væri sigur ef hann kláraði mótið. Kraftaverk ef hann sigraði. Það kemur í ljós næsta sunnudagskvöld!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
