Masters 2022: Myndir og úrslit úr Par-3 keppninni
Hin hefðbundna Par-3 keppni fór fram í gær, 6. apríl 2022 á Augusta National.
Mótið er meira afslappandi skemmtun en keppni og þar sýna þátttakendur, maka sína, kærustur og börn, sem oftar en ekki stela „show-inu“.
Reyndar þykir ekkert sérlega gott að vinna par-3 keppnina, því engum hefir hingað til tekist að sigra bæði í Par-3 keppninni og síðan Masters risamótinu sjálfu.
Í gær var lýst yfir að sameiginlegir sigurvegarar Par-3 keppninnar á Masters 2022 væru þeir Mike Weir og Mackenzie Hughes. Þeir voru báðir á 4 undir pari.
Larry Mize, Kevin Na og Cameron Davis voru T-3 á 3 undir pari.
T-6 urðu síðan Bernhard Langer og Si Woo á tveimur undir. Joaquin Niemann var líka á 2 undir, en hann fékk aðeins að spila 3 holur vegna veðurs, en Par-3 keppnin var stytt, einmitt þess vegna.
Sjá má öll úrslit úr Par-3 keppninni 2022 á Masters með því að SMELLA HÉR:
Fræðast má nánar um Par-3 keppnina með því að SMELLA HÉR:
Hér má sjá nokkrar myndir af keppendum í Par-3 keppninni á Masters 2022 ásamt mökum og börnum:

Brooks Koepka og kærasta hans Jena Sims

Sergio Garcia ásamt eiginkonu sinni Angelu og börnum þeirra Azaleu og Enzo

Collin Morikawa ásamt kærustu sinni Katherine Zhu

Jon Rahm ásamt eiginkonu sinni og syninum Kepa

Eric van Rooyen frá S-Afríku ásamt konu sinni Rose og dóttur Valerie

Scottie Scheffler ásamt eiginkonu sinni Meredith

Rory ásamt eiginkonu og dóttur, Poppy

Belgíski kylfingurinn Thomas Pieters ásamt fjölskyldu

Ástralski LPGA kylfingurinn Minjee Lee er kaddý fyrir bróður sinn Min Woo Lee

Þessi stal „showinu“ – 4 ára sonur Tommy Fleetwood, Frankie Fleetwood
Í aðalmyndaglugga frá vinstri til hægri: 1. mynd Rory og sjaldséð mynd af dóttur hans Poppy – 2. mynd Eric Van Rooyen ásamt dóttur sinni Valerie og 3. mynd Tommy Fleetwood og sonur.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
