Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2022 | 20:00

Masters 2022: Tiger vekur athygli á Augusta í nýjum golfskóm

Óvíst er enn hvort Tiger sé nógu hress til þess að taka þátt í Masters risamótinu.

Hann hefir þó mætt á æfingahringi á Augusta National m.a. sl. sunnudag.

Þar tóku glöggir menn eftir því að hann var ekki í Nike skóm, en Tiger er á margmilljóndollara auglýsingasamningi við Nike.

Hann æfði í FootJoy Packers skóm, sem veita betri stuðning við fætur en Nike golfskórnir; stuðning, sem Tiger þarfnast eftir bílslysið fyrir 14 mánuðum, sem næstum kostuðu hann annan fótinn.

Það er því bara farið eftir því sem Tiger þarfnast til að líða sem best í golfinu, hann er kominn með nýjar þarfir …. og betri auglýsingu gætu FootJoy golfskór varla fengið.

Nike lét hafa eftirfarandi eftir sér á ESPN vegna málsins:

Like golf fans around the world, we are delighted to see Tiger back on the course. He is an incredible athlete, and it is phenomenal to see him returning to the game at this level,“

His story continues to transcend sport and inspire us all. As he continues his return, we will work with him to meet his new needs.