Chevron 2022: Kupcho vann 1. risatitil sinn á 1. risamóti ársins
Það var bandaríski kylfingurinn Jennifer Kupcho, sem stóð uppi sem sigurvegari á 1. risamóti ársins í kvennagolfinu, Chevron meistaramótinu.
Sigurskor Kupcho var 14 undir pari, 274 högg (66 – 70 – 64 – 74).
Sigurtékki Kupcho var $ 750.000,- (u.þ.b. 96,4 milljónir íslenskra króna, sem er mesta verðlaunafé, sem hægt er að vinna sér inn í kvennagolfinu)
Í 2. sæti varð Jessica Korda, aðeins 2 höggum á eftir Kupcho, þ.e. á samtals 12 undir pari, en hún var farin að saxa ískyggilega mikið á forskot Kupcho, sem hafði 6 högga forystu fyrir lokahringinn. Pia Babnik var síðan ein í 3. sæti á samtals 11 undir pari og þær Hinako Shibuno, Lexi Thompson, Celine Boutier og Patty Tavatanakit deildu síðan 4. sætinu allar á samtals 10 undir pari, hver.
Jennifer Kupcho er fædd 14. maí 1997 og því aðeins 24 ára. Hún lék í bandaríska háskólagolfinu með sama háskóla og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, var í, þ.e. Wake Forest. Kupcho var sú fyrsta til að sigra á Chevron risamótinu og sú síðasta til þess að taka stökk í Poppy´s Pond að loknum sigri í risamóti (sjá mynd hér að neðan) en Chevron meistaramótið mun s.s. Golf 1 hefir áður greint frá ekki fara fram á Rancho Mirage, í Kaliforníu, að ári liðnu. Þetta er ekki aðeins 1. risatitill Kupcho heldur einnig fyrsti sigur hennar á LPGA. Kupcho er gift Jay Monahan, sem er jafnframt kaddýinn hennar.
Kupcho er sem stendur nr. 53 á Rolex-heimslista kvenna, en mun væntanlega taka stórt stökk upp á við á þeim lista 🙂

Jennifer Kupcho stekkur út í Poppy´s Pond að loknum sigri á Chevron meistaramótinu, sem áður hét ANA Inspiration
Sjá má lokastöðuna á Chevron Championship að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
