Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2022 | 22:49

Bandaríska háskólagolfið: Sverrir & félagar í 10. sæti á Irish Creek Intercollegiate

Sverrir Haraldsson, GM og félagar í Appalachian tóku þátt í Irish Creek Intercollegiate.

Mótið fór fram dagana 2.-3. apríl 2022 í The Club at Irish Creek, í Kannapolis, N-Karólínu.

Sverrir lék á samtals 5 yfir pari, 218 höggum (73 71 74) og varð T-59.

Hann var á 3.-5. besta skori Appalachian, sem varð í 10. sæti í liðakeppninni af 15 liðum, sem tóku þátt.

Sjá má lokastöðuna á Irish Creek Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Appalachian er 11.-12. apríl n.k. í S-Karólínu.