Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2022 | 08:00

Chevron 2022: Jennifer Kupcho í forystu f. lokahringinn

Það er hin bandaríska Jennifer Kucho, sem er í forystu fyrir lokahringinn á fyrsta kvenrisamóti ársins, Chevron meistaramótinu.

Hún á 6 högg á næsta keppenda, er samtals búin að spila á 16 undir pari, 200 höggum (66 70 64).

Í 2. sæti á samtals 10 undir pari er hin thaílenska Patty Tavatanakit.

Í 3. sæti er síðan Jessica Korda á samtals 9 undir pari og enn einu höggi á eftir í 4. sæti er Annie Park.

Það er næsta öruggt að einhver þessara 4 standi uppi sem sigurvegari 1. risamóts kvennagolfsins nú í lok dags.

Mótið fer nú í síðasta sinn fram á Rancho Mirage, í Kaliforníu, dagana 31. mars – 3. apríl og væntanlega í síðasta sinn, sem við sjáum sigurvegara kvenrisamóts hoppa út í Poppy´s pond.

Sjá má stöðuna á Chevron meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: