Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2022 | 14:00

Chevron 2022: Shibuno leiðir e. 2. dag

Það er japanski kylfingurinn Hinako Shibuno, sem leiðir eftir 2. dag Chevron meistaramótsins, sem er 1. risamót kvennagolfsins í ár.

Shibuno hefir spilað á samtals 9 undir pari (69 66).

Shibuno er fædd 15. nóvember 1998 og því 23 ára. Hún er uppnefnd hin brosandi öskubuska.

Hún á 1 högg á þær Jennifer Kupcho, Patty Tavatanakit og hina bandarísku Annie Park.

Hyo Joo Kim og Sei Young Kim fra S-Kóreu deila 5. sætinu enn einu höggi á eftir.

Sjá má stöðuna á Chevron að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: