Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2022 | 12:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst T-12 e. 3. dag Limpopo mótsins

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR er T-12 eftir 3. dag á Limpopo meistaramótinu, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Hann er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum (68 69 70).

Daninn Oliver Hundebøll er í svolitlum sérflokki, en hann leiðir á samtals 18 undir pari (67 63 68).

Spilað er í 2 golfklúbbum: Euphoria Golf Club og Koro Creek Golf Club í Limpopo, S-Afríku, en mótinu lýkur á morgun, 3. apríl 2022.

Sjá má stöðuna á Limpopo meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: