Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2022 | 16:15

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst T-23 á Limpopo mótinu e. 2. dag!

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, komst í gegnum niðurskurð á Limpopo meistaramótinu, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Hann hefir spilað fyrstu 2 hringina á samtals 7 undir pari, 137 höggum (68 69) og flaug því í gegnum niðurskurðinn.

Some sögu er því miður ekki að segja um Harald Franklín Magnús, GR, en hann er úr leik á samtals 142 höggum (71 71). Þeir náðu niðurskurði sem lék á samtals 5 undir pari eða betur.  Fleiri frábærir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurð og mætti þar nefna ítalska kylfinginn Matteo Manassero og heimamanninn Jaco Ahlers.

Daninn Oliver Hundebøll leiðir eftir 2 spilaða hringi á samtals 14 undir pari (67 63).

Sjá má stöðuna á Limpopo meistarmótinu með því að SMELLA HÉR: