Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2022 | 00:01

Chevron 2022: Jennifer Kupcho og Minjee Lee efstar e. 1. dag

Fyrsta kvenrisamót ársins er hafið og ber nú nýtt heiti; hét áður ANA Inspiration, en heitir nú The Chevron Championship.

Það fer í síðasta skipti fram á Rancho Mirage í Kalíforníu; nú dagana 31. mars – 3. apríl 2022.

Svolítið leiðinlegt, því það er skemmtileg hefð að sigurvegari mótsins fleygi sér út í Poppy´s Pond …. og er síðasti sjéns að gera það á þessu móti.

Eftir 1. dag eru þær Jennifer Kupcho frá Bandaríkjunum og hin ástralska Minjee Lee efstar og jafnar, en báðar komu í hús á 6 undir pari, 66 höggum.

Ein í 3. sæti er síðan hin tælenska Patty Tavatanakit á 5 undir pari, 67 höggum.

Fjórar stórkanónur og tveir minna þekktir kylfingar deila síðan 4. sætinu, þ.á.m. Lydia Ko, sem er til alls líkleg í þessu móti.

Sjá má stöðuna að öðru leyti á The Chevron Championship með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Minjee Lee