Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2022 | 23:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst á 68 og Haraldur á 71 höggi e. 1. dag Limpopo mótsins í S-Afríku

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús, taka þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Limpopo meistaramótinu.

Mótið fer fram í Euphoria GC, í Limpopo, Suður-Afríku, dagana 31. mars – 3. apríl 2022.

Guðmundur Ágúst lék á 4 undir pari, 68 höggum og er T-30

Haraldur Franklín lék á 1 undir pari, 71 höggi í dag og er T-95.

Þátttakendur í mótinu eru 216.

Til þess að sjá stöðuna á Limpopo meistaramótinu SMELLIÐ HÉR: