Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2022 | 12:00

LET: Guðrún Brá úr leik í Höfðaborg

Einu sárgrætilegu höggi munaði að Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, kæmist í gegnum niðurskurð á Investec South African Ladies Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna.

Guðrún Brá lék á samtals 7 yfir pari 151 höggi (74 77) og munaði aðeins 1 höggi, eins og segir, að hún færi áfram, en þær komust gegnum niðurskurð sem léku á 6 yfir pari eða betur.

Í dag var skorkort Guðrúnar Brár ansi skrautlegt, en hún var með 1 tvöfaldan skolla, 6 skolla og 3 fugla og hringur upp á 5 yfir pari, staðreynd.

Í efsta sæti í mótinu eftir 2 hringi er Becky Brewerton, frá Wales, en hún hefir spilað á 7 undir pari (71 66).

Sjá má stöðuna á Investec South African Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 

Næsta LET mót er Trust Golf Asian Mixed Cup, sem fram fer 7-10. apríl n.k. í Thaílandi.