Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2022 | 21:00

LET: Guðrún Brá á +2 e. 1. dag Investec South African Women’s Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK er meðal keppenda á Investec South African Women´s Open, sem hófst í dag.

Mótið stendur 30. mars – 2. apríl 2022 og fer fram í Steenberg golfklúbbnum í Höfðaborg, Suður-Afríku.

Guðrún Brá lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum. Hún fékk 4 skolla og 2 fugla og er T-30 eftir 1. dag.

Í efsta sæti eftir 1. dag er hin argentínska Magdalena Simmermacher, en hún lék á 4 undir pari, 68 höggum.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Simmermacher með því að SMELLA HÉR:  

Sjá má stöðuna á Investec South African Women´s Open með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Af facebook síðu Guðrúnar Brá