Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2022 | 23:00

Bandaríska háskólagolfi: Andrea á lægsta skori á lokahring Chattanooga Classic-67!

Andrea Bergsdóttir, GKG og félagar í Colorado State tóku þátt í Chattanooga Classic háskólamótinu.

Mótið fór fram dagana 28-29. mars 2022.

Þátttakendur voru 105 frá 20 háskólum.

Andrea átti tvo slælega upphafshringi – lék á 76 og 79 en kom síðan þvílíkt tilbaka á lokahringnum, að hún var á lægsta skori yfir allt mótið, 5 undir pari, 67 höggum!!!!

Þetta varð til þess að hún lauk keppni á 2. besta skorinu í liði sínu, sem lauk keppni í 5. sæti í mótinu fyrir vikið!!! Sjálf varð Andrea T-26 í einstaklingskeppninni.

Sjá má umfjöllun um Andreu á Chattanooga Classic á heimasíðu Colorado State með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Chattanooga Classic með því að SMELLA HÉR: 

Andrea & félagar mæta aftur til keppni 5.-6. apríl n.k. í Texas.

Í aðalmyndaglugga: Andrea Bergsdóttir, GKG á teig.