Sigurður Bjarki Blumenstein
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2022 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurður & James Madison í 5. sæti á Seahawk mótinu

Sigurður Bjarki Blumenstein, GR og félagar í James Madison tóku einnig þátt í UNCW Seahawk Intercollegiate mótinu, sem fram fór 27.-28. mars sl.

Það voru því tveir Íslendingar í mótinu, en Golf 1 hefir áður fjallað um árangur hins íslenska kylfingsins í mótinu, Sverris Haraldssonar.

Mótsstaður var CC at Landfall, Wilmington, Norður-Karólína.

Þátttakendur voru 82 frá 15 háskólum.

Sigurður Bjarki lauk keppni T-68, en bætti sig stöðugt allt mótið; lék á samtals 19 yfir pari, 235 höggum (81 80 74).

Lið Madison James hafnaði í 5. sæti í liðakeppninni, sem er góður árangur.

Sjá má lokastöðuna á UNCW Seahawk Intercollegiate mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót James Madison háskólans er Irish Creek Intercollegiate, í Kannapolis, Norður-Karólínu 2.-3, apríl nk