Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2022 | 21:30

WGC: Scottie Scheffler heimsmeistari í holukeppni

Það var Scottie Scheffler, sem stóð uppi sem heimsmeistari eftir að hafa sigrað Kevin Kisner í úrslitaviðureigninni um heimsmeistarabikarinn í holukeppni.

Scottie var í forystu allan tímann og sigraði að lokum með 4&3 skori.

Þetta er 3. sigur hins 25 ára Skottie Scheffler á PGA Tour og fyrir sigurinn hlýtur hann u.þ.b. 275 milljónir íslenskra króna.

Með sigrinum veltir hann einnig Jon Rahm úr efsta sæti heimslistans og er hinn nýi nr. 1 á heimslistanum!!!

Í 3. sæti varð Corey Connors, sem hafði betur gegn Dustin Johnson, 3&1.

Sjá má lokastöðuna á heimsmótinu í holukeppni með því að SMELLA HÉR: