Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2022 | 19:45

WGC: Scheffler og Kisner keppa um 1. sætið á heimsmótinu í holukeppni

Það eru Scottie Scheffler og Kevin Kisner, sem keppa um heimsmeistaratitilinn á heimsmótinu í holukeppni.

Scheffler hafði betur gegn Dustin Johnson (DJ) í undanúrslitum 3&1.

Kisner átti í meiri vandræðum með Corey Conners, en vann að lokum, 2 up.

Scheffler fær í kvöld tækifæri til að hefna ófaranna gegn Billy Horschel í fyrra, en þeir tveir bitust um heimsmeistaratitilinn í holukeppni og í það skipti sigraði Horschel.

Þegar þetta er ritað, hafa Scheffler og Kisner spilað 6 holur og Scheffler á 3 holur á Kisner.

DJ og Conners berjast um 3. sætið og í þeirri viðureign hefir Conners yfirhöndina, eftir 7 spilaðar holur á Conners 3 holur á DJ.

Fylgjast má með hörkuspennandi keppni á skortöflu með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Kevin Kisner (t.v.) og Scottie Scheffler (t.h.)