Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2022 | 23:30

WGC: Ljóst hverjir mætast í 16 manna úrslitum á heimsmótinu í holukeppni

Nú er ljóst hverjir mætast í 16 manna úrslitum á heimsmótinu í holukeppni.

Athygli vekur að helmingurinn eru kylfingar frá Bandaríkjunum.

Scottie Scheffler mætir þeim sem á titil að verja Billy Horschel í albandarískum slag

Írinn Seamus Power mætir Tyrrell Hatton frá Englandi í Evrópuslag

Dustin Johnson (DJ) Bandaríkin mætir Richard Bland frá Englandi

Spænski kylfingurinn John Rahm mætir Brooks Koepka frá Bandaríkjunum, sem verður hörkuviðureign!

Kevin Kisner (USA) mætir Ástralanum Adam Scott

Will Zalatoris mætir Kevin Na í Bandaríkjaslag

Takumi Kanaya fra Japan mætir Kanadamanninum Corey Conners

Bandaríski kylfingurinn Collin Morrikawa mætir Abraham Ancer frá Mexíkó

Sjá má úrslit frá 3. umferð með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Brooks Koepka (t.v.) og Jon Rahm (t.h.)