Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2022 | 16:10

LET: Afmælisbarnið Guðrún Brá komst í gegnum niðurskurð!!!! Glæsileg!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, fagnar 28 ára afmælinu sínu í Jóhannesarborg í S-Afríku.

Hún fæddist í dag, 25. mars 1994 og á því afmæli í dag.

Ein besta afmælisgjöf hennar hefir líklega verið að hún flaug í gegnum niðurskurð á Joburg Ladies Open – hafði samtals spilað á 5 yfir pari, en þær komust í gegn, sem spiluðu á samtals 6 yfir pari, eða betur.

Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá!!!

Golf 1 óskar Guðrúnu Brá innilega til hamingju með afmælið og þennan flotta árangur!!!

Sænski kylfingurinn Linn Grant og hin spænska María Hernandez deila efsta sætinu í mótinu, báðar á samtals 5 undir pari, hvor.

Sjá má stöðuna á Joburg Ladies Open með því að SMELLA HÉR: