Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2022 | 15:00

WGC: Verðlaunafé í DELL Technologies heimsmótinu í holukeppni

Heildarverðlaunafé sem boðið er upp á á WGC heimsmótinu í holukeppni, árið 2022 ,er $12 milljónir  – (rúmlega 1 1/2 milljarður 72 milljónir íslenskra króna) miðað við núverandi gengi, samkvæmt Golf Digest.

Auðvitað fær sigurvegarinn stærsta hlut verðlaunafésins – eðar $ 2,1 milljón (u.þ.b. 275 milljóna íslenskra króna).

Sá sem landar öðru sætinu fær 1,3 milljónir dala í vasann, eða  170 milljónir íslenskra króna.

Allir sem komast í 8-liða úrslit fara í burtu að minnsta kosti $386.000 og eru því 50 1/2 milljón íslenskra krónum ríkari.

Sérhver kylfingur, sem tekur þátt í 64 manna leikmannahópnum mun hljóta verðlaunapening frá WGC  árið 2022, þar sem sá í 64. sæti fær $40.000 (5 milljónir 240.000 íslenskra króna).

Ef ætlunin er að vinna sér inn 6 stafa verðlaunafé þarf viðkomandi að landa einu af efstu 29 sætunum.

Já, það er svo sannarlega verið að spila um háar fjárhæðir í golfinu þessa helgina á WGC.