Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2022 | 22:00

LET: Guðrún Brá T-58 e. 1. dag á Joburg Ladies Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, tekur þátt í Joburg Ladies Open, sem er mót vikunnar á LET.

Mótið fer fram dagana 24.-26. mars 2022 í Modderfontein golfklúbbnum í Jóhannesarborg, S-Afríku.

Guðrún Brá lék á samtals 4 yfir pari, 77 höggum og er T-58.

Í 1. sæti eftir 1. dag er Maria Hernandez frá Spáni, en hún lék á 4 undir pari, 69 höggum.

Sjá má stöðuna á Joburg Ladies Open með því að SMELLA HÉR: