Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2022 | 21:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín T-83 e. 1. dag SDC Open

Atvinnukylfingarnir úr GR, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru meðal keppenda á  móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið ber heitið SDC Open og fer fram dagana 24.-27. mars í Zebula Golf Estate & Spa, í Limpopo, Suður-Afríku.

Báðir léku þeir 1. hring í mótinu á sléttu pari og eru T-83, sem stendur..

Þátttakendur í mótinu eru 216.

Efstur í mótinu eftir 1. dag er Svisslendingurinn Joel Girrbach, en hann kom í hús á 9 undir pari, 63 höggum.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag SDC Open með því að SMELLA HÉR: