Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2022 | 23:59

WGC: Staðan e. 2 umferðir af Dell Technologies heimsmótinu í holukeppni

Fátt óvænt gerðist á fyrstu tveimur umferðunum á heimsmótinu í holukeppni.

Ja, nema kannski með hversu stórum mun Matt Fitzpatrick vann sjálfan Ian Poulter 4&2, í 2. umferð.

Og að Bryson DeChambeau sé dottinn úr keppni eftir tap gegn Lee Westwood.

Að öðru leyti voru stórstjörnurnar að vinna sína leiki eða halda jöfnu.

En eins og allir vita getur allt gerst í holukeppni, jafnvel heimsmótinu í holukeppni.

Sjá má stöðuna eftir 2 umferðir af Dell Technologies heimsmótinu í holukeppni með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Bryson DeChambeau, sem er úr leik á heimsmótinu í holukeppni 2022 eftir 2 umferðir