Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2022 | 11:30

Poulter finnst Lowry frábær spilafélagi

Ian Poulter skrifaði á samfélagsmiðla nú um daginn kosti þess að vera spilafélagi Shane Lowry.

Á nýafstöðnu Players Championship náði Lowry ótrúlega flottum ás  á hinni alræmdu 17. braut með eyjaflötinni erfiðu.

Eftir ásinn frábær sneri Lowry sér að spilafélaganum og fagnaði með því að „bömpa“ hann í brjóstkassann.

Rifja má upp ásinn frábæra hjá Lowry með því að SMELLA HÉR: 

Nú má einnig sjá myndskeið á Twittersíðu Poulter þar sem hann sýnir dýra rauðvínsflösku, sem Lowry sendi honum fyrir að hafa verið vitni að ásnum.

Poulter segir m.a. í myndbandinu: „Þegar þú spilar golf með Shane Lowry á Players Championship og hann fer holu í höggi á 17., hvað gerir hann þá? Hann sendir þér yndislega flösku af Opus One til að skola niður steikina.

Í aðalmyndaglugga: Shane Lowry (t.v.) og Ian Poulter(t.h.) med Justin Rose í bakgrunn að gæða sér á Opus One rauðvíninu, sem Lowry sendi honum.