Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2022 | 01:30

Bandaríska háskólagolfið: Gerður & félagar í 7. sæti á Lion Inv.

Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR og félagar í Cameron tóku þátt í Lion Inv. háskólamótinu.

Mótið fór fram 21.-22. mars sl. í Trophy Club, Texas.

Þátttakendur voru 56 frá 10 háskólum.

Gerður Hrönn lék á samtals 40 yfir pari, 256 höggum sog varð í 48. sæti í einstaklingskeppninni.

Cameron varð í 7. sæti í liðakeppninni.

Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu Cameron með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Lion Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Gerðar og Cameron er 1.-2. apríl í Arizona.