Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2022 | 00:51

Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar urðu í 6. sæti á ECU Intercollegiate

Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar WCU tóku þátt í ECU Intercollegiate.

Mótsstaður var Brook Valley CC í Greenville, N-Karólínu.

Þátttakendur voru 78 frá 12 háskólum.

Tumi varð T-46 á samtals 233 höggum (77 76 80) og var á 4. besta skori WCU.

WCU varð í 6. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á ECU Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót WCU er 4.-5. apríl n.k. í Washington.