Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2022 | 23:06

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur T-5 og á besta skori EKU á Low Country Int.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University tóku þátt í Low Country Intercollegiate háskólamótinu.

Mótið fór fram dagana 19.-20. mars 2022 í Moss Creek Golf Club á Hilton Head Island í Suður-Karólínu.

Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum.

Ragnhildur var á besta skori EKU; varð T-5 í einstaklingskeppninni á skori upp á 5 yfir pari, 221 högg (73 73 75).

Lið EKU hafnaði í 3. sæti í liðakeppninni, þökk sé einkum frábærri frammistöðu Ragnhildar!

Sjá má umfjöllun um Ragnhildi og félaga í Low College mótinu, á vefsíðu EKU með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Low College Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: