Sam Burns
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2022 | 22:24

PGA: Sam Burns sigurvegari á Valspar e. bráðabana við Davis Riley

Það þurfti bráðabana til þess að skera úr um úrslit í Valspar Championship, móti vikunnar á PGA Tour.

Sam Burns og Davis Riley þurftu að spila 2 holur bráðabana þar til Sam Burns stóð uppi sem sigurvegari.

Báðir léku þeir á samtals 17 undir pari, 267 höggum; Burns (64 67 67 69) og Riley (65 68 62 72) og voru því jafnir eftir 72 holur.

Þetta er í 2. sinn sem Burns sigrar á Valspar Championship, en honum tókst nú að verja titil sinn. Þetta er 3. sigur Burns á PGA Tour, en hann sigraði einnig á Sanderson Farms mótinu í fyrra, þ.e. 3. október 2021

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Sam Burns með því að SMELLA HÉR: 

Justin Thomas og Matthew NeSmith deildu 3. sætinu á samtals 16 undir pari.

Sjá má lokastöðuna að öðru leyti á Valspar Championship með því að SMELLA HÉR