Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2022 | 13:00

Evróputúrinn: Shaun Norris sigraði á Steyn City meistaramótinu

Það var heimamaðurinn Shaun Norris, sem sigraði á Steyn City meistaramótinu, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Sigurskor Norris var 25 undir pari, 263 högg (64 62 67 70).

Mótið fór fram í The Club at Steyn City, Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 17.-20. mars 2022.

Shaun Norris er fæddur 14. maí 1982 í Jóhannesarborg og er því 39 ára.  Hann hefir sigrað 10 sinnum á atvinnumannsferli sínum, en þetta er fyrsti sigur hans á Evróputúrnum.

Sjá má lokastöðuna á Steyn City meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: