Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2022 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: 13 ára strákur olli umferðarslysinu

Golf 1 greindi frá tragísku umferðarslysi í Texas nú í vikunni, þar sem 6 háskólakylfingar ásamt þjálfara sínum úr Southwest háskólanum (USW) létust, er þau voru á heimleið úr golfmóti.

Jafnframt dóu 2 í pallbílnum, sem keyrði á smárútuna með háskólakylfingunum.

Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: 

Nú hefir komið í ljós að ökumaður pallbílsins, sem sveigði yfir á gagnstæða akrein var 13 ára.

Í Texas verða þeir sem fara í ökuskóla að vera að lágmarki 14 ára og til þess að hljóta ökuskírteini verða þeir að vera 15 ára.

Það er því ljóst að sökin að slysinu liggur hjá hinum 13 ára ökumanni pallbílsins, en hann lést í slysinu ásamt farþega í bíl hans.