Hlynur Bergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2022 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur & félagar urðu í 3. sæti á Louisiana Classics

Hlynur Bergsson, GKG og félagar í North Texas tóku þátt í Louisiana Classics, sem fram fór dagana 14.-15. mars í Oakbourne golfklúbbnum i Lafayette, Louisiana.

Gestgjafar voru „The Ragin Cajuns“ fyrrum háskólalið nokkurra íslenskra kylfinga, þ.á.m. Haralds Franklíns Magnús.

Þátttakendur í mótinu voru 72 frá 17 háskólum.

Hlynur lék á samtals sléttu pari, 216 höggum (70 74 72) og varð T-27 í einstaklingskeppninni.

Skor hans taldi í 3. sætis árangri liðs North Texas!

Sjá má lokastöðuna á Louisiana Classic með því að SMELLA HÉR: