Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2022 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Daníel Ingi á 2. besta skori Rocky Mountain í Las Vegas

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV og félagar í Rocky Mountain háskólanum tóku þátt í RMC Intercollegiate.

Mótið fór fram 14.-15. mars 2022 í Reflection Bay golfklúbbnum, í Henderson, nálægt Las Vegas, Nevada.

Þátttakendur voru 65 frá 12 háskólum.

Daníel Ingi varð T-12 í einstaklingskeppninni  á samtals 148 höggum (74 74) og var á 2. besta skori Rocky Mountain.

Lið Daníels, Rocky Mountain varð í 6. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á RMC Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Daníels Inga og Rocky Mountain er 21.-22. mars n.k. einnig í Las Vegas.