Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2022 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Daníel Ísak & félagar í 3. sæti á GCU Inv.

Daníel Ísak Steinarsson, GK og félagar í Texas Arlington náðu þeim glæsilega árangri að landa 3. sætinu á stóru háskólamóti GCU Inv.

Mótið fór fram á GCU Championship golfvellinum í Phoenix, Arizona.

Þátttakendur voru 120 frá 23 háskólum.

Daníel Ísak varð T-46, lék á samtals 216 höggum (72 70 74) og var á 4. besta skori í liði sínu.

Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu Arlington með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á GCU Inv. með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Daníels Ísaks og félaga í Arlington verður 21.-22. mars n.k. í Kerrville, Texas.